Áfangi

Sálfræði daglegs lífs

Markmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• hugtökunum gildi/gildismat, geðheilsa, tilfinningagreind, seigla. núvitund og hamingja/velferð, tengslum þessara hugtaka og mikilvægi
• hugtökunum feimni, frestun og hugsanaskekkjum og hvernig takast megi á við slík vandamál
• mikilvægi svefnsins fyrir andlega og líkamlega heilsu
• streituviðbragðinu og helstu einkennum ofstreitu
• aðferðum sem draga úr eða koma í veg fyrir ofstreitu, eins og til dæmis núvitundarhugleiðslu
• hvernig hugsanir hafa áhrif á líðan og hegðun og hvernig hugræn atferlismeðferð virkar í því sambandi
• mikilvægi og einkennum tjáningar án orða í samskiptum
• samskiptaaðferðum eins og Ég-boðum og virkri hlustun, sem bæta samskipti og hjálpa til við að leysa úr ágreiningi
• hugtökunum, samkennd, umhverfisvernd og sjálfbærni og hvernig þau tengjast

Námsfyrirkomulag

Tímaverkefni, fræðsluefni, núvitundaræfingar

Kennslugögn

Sálfræði daglegs lífs, eftir Lilju Úlfarsdóttur og Valgerði Ólafsdóttur. Mál og menning. 2017.

Námsmat

Hlutapróf (þrjú) 55%
Tímaverkefni 35%
Mæting og virkni 10%