Áfangi

ÍSL 193

  • Áfangaheiti: ÍSLE1UN05
  • Undanfari: Fyrir nemendur sem ekki hafa staðist viðmið grunnskólans í íslensku.

Efnisatriði

Málfræðiþáttur: Fjallað verður um fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð, greiningu þeirra og einkenni.
Stafsetningarþáttur: Nokkur stöðupróf verða lögð fyrir. Boðið verður upp á verkefni fyrir þá sem ekki ná viðunandi árangri.
Bókmenntaþáttur: Í þessum þætti er námsefnið Hrafnkelssaga, tvær kjörbækur og ljóð.
Máleflisþáttur: Nemandinn fær í hendur ljósritaðan texta sem hann les og leysir síðan verkefni í vinnubókinni.
Orðabókaþáttur: Hér verða bæði sérstök verkefni um leit í orðabókum og vefrall um Orðabók Háskóla Íslands.
Ritunarþáttur: Nemandinn á að skrifa eina stutta ritgerð á viku auk þess að halda dagbók. Á önninni á nemandinn líka að velja sér tímaritsgrein og frétt í dagblaði, ljósrita og fjalla um efni og innihald.
Hlustunar- og áhorfsþáttur: Nemandinn á að hlusta á þátt í útvarpi, horfa á þátt í sjónvarpi og skrifa um það og/eða fjalla munnlega í tímum.

Námsfyrirkomulag

Nemandinn á að safna öllum verkefnum í möppu og skila í lok annar.

Kennslugögn

Fjölritað efni hjá kennara.

Námsmat

Ekki er um lokapróf að ræða. Nemendur fá einkunnir fyrir hvern námsþátt, fyrir vinnubókina og mætingu.