Áfangi

ÍST 293

  • Áfangaheiti: ÍSTA1AF05
  • Undanfari: ÍST 193

Markmið

Að nemendur geti tjáð sig á íslensku máli og geti skilið aðra þannig að þeir geti stundað nám í íslenskum framhaldsskóla og notið sín í íslensku samfélagi.

Efnisatriði

Fjallað er um húsnæði, farartæki og ferðalög, líf og heilsu, fjölskylduna, mannlýsingar o.fl.

Námsfyrirkomulag

Námið skiptist í 6 lotur þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverri lotu. Notaðar eru ýmsar aðferðir svo sem leikræn tjáningo.fl sem byggja á því að virkja nemendur sem mest. Nemendur halda einnig fyrirlestra, skrifa og lesa á íslensku.

Kennslugögn

Ljósrituð blöð frá kennara.

Námsmat

Námið skiptist í 6 lotur þar sem eitt þema er tekið fyrir í hverri lotu. Nemendur halda stuttan fyrirlestur í lok hverrar lotu og gildir hver fyrirlestur 10%. Lokaverkefni annarinnar er fyrirlestur þar sem nemendur velja sjálfir umfjöllunarefnið. Sá fyrirlestur gildir 20%. Munnlegt próf gildir 20%.