Áfangi

VFF 103

  • Áfangaheiti: VÖFR2VÖ06
  • Undanfari: LÍOL2SS05 (hægt að taka samhliða)

Markmið

Lokamarkmið eru að nemandi:

þekki innri gerð vöðvafrumu og himnukerfi vöðva

þekki lífeðlisfræði vöðvasamdráttar

þekki staðsetningu helstu vöðva líkamans ásamt upptökum þeirra, festum og þeirri hreyfingu sem þeir valda.

þekki samstarf vöðva

öðlist leikni til að þreifa og nefna með nafni helstu grunnlægu vöðva

geti hagnýtt sér þá hæfni leikni og þekkingu sem áfanginn býður upp á, t.d. í sambandi við teygjur og vöðvaprófanir.

Efnisatriði

 Innri gerð vöðvafrumu, bygging vöðva, vöðvasamdráttur, orkubúskapur vöðva,
taugatenging og blóðflæði, nafnakerfi beinagrindarvöðva, andlits- og tyggivöðvar, hálsvöðvar, brjóstvöðvar, kviðvöðvar, bakvöðvar, vöðvar axlargrindar, upphandleggsvöðvar, framhandleggsvöðvar, handarvöðvar, mjaðmagrindarvöðvar,
lærvöðvar, fótleggjavöðvar, fótavöðvar, liðfræði, liðbönd, hreyfingar í liðum.

Námsfyrirkomulag

Farið í glærur á töflu. Bein og beinnibbur þreifaðar á beinagrind og mannslíkama. Vöðvar þreifaðir á líkama samnemenda Vöðvaprófanir og vöðvateygjur

Kennslugögn

Trail guide to the body. Andrew Biel.  Books of Discovery, 4. útg. 2010.
Vöðvafræði eftir Boga Ingimarsson (útgáfa 2002), fæst eingöngu hjá höfundi. Hægt er að panta hana á netfangi bogi@fa.is.

Námsmat

Skriflegt próf (kafli 1-4 í Trail guide) 30%

Skriflegt próf (kafli 5-7 í Trail guide) 30%

Verklegt próf 30%

Mæting og virkni í tímum 10%

Nemendur þurfa að fá a.m.k. 4.5 í hvoru skriflegu prófanna.

Þeir sem ná því og fá yfir 4.5 í heildareinkunn teljast hafa lokið áfanganum.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Liffraedi/VFF102/index.htm