Áfangi

SÞN 102

Markmið

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • gildi heilsufarsskýrslna. 
  • þeim takmörkunum sem líkamleg fötlun setur skjólstæðingum.
  • samskiptum í heilsunuddi.
  • samspili væntinga nuddþega og ásetnings meðferðar nuddara.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meðhöndla ólíka einstaklinga á faglegan hátt.
  • meðhöndla hreyfihamlaða einstaklinga.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • tileinka sér viðmót sem hæfir starfi heilsunuddara og skapa aðlaðandi starfsumhverfi.
  • setja sér raunhæf markmið við meðferð skjólstæðinga.
  • þróa fagvitund og öðlast reynslu sem heilsunuddari.
  • þróa áfram þær grunnaðferðir sem hann hefur kynnst og flétta þeim saman til meðferðar 

Námsfyrirkomulag

Nemendur mæta í klínik einu sinni í viku og vinna á nuddþegum sem koma með ýmisleg vandamál til nuddarans. Tekin er heilsufarsskýrsla og nuddþeginn nuddaður.

Námsmat

Mæting og 12 útfylltar heilsunuddskýrslur af nuddþegum á nuddstofu skólans. Spurningar í ferilbók.