Áfangi

KLN 104

  • Áfangaheiti: KLNU3NT07
  • Undanfari: LÍOL2SS05, LÍOL2IL05, VÖFR2VÖ06

Markmið

Að nemandi læri fjölþætta tækni í vöðvanuddi, þekki og skilji þau markmið sem vöðvanudd byggir á. Áhersla er á að nemandi geti gefið nuddvinnu sinni ásetning og tilgang.

Efnisatriði

Markmið í vöðvanuddi, Per Henrik Ling, öndun, blóðrás, taugaboð, vöðvaþræðir, vöðvasamdráttur, vöðvahnútar, vöðvaslökun, langstrokur, hnoð, bank, vöðvaskurðir, tengistrokur, einbeiting, eftirgjöf, auðmýkt, samskipti, táknmál snertingar, tenging líkamshluta, hlustun, flæði, notkun olíu, meðferð laka.

Námsfyrirkomulag

Sýnikennsla og nemendur nudda hver aðra.

Kennslugögn

Kennslubók í klassísku nuddi. Fæst hjá kennara.

Námsmat

Virkni nemenda í tímum, verkefni og verklegt próf í lokin þar sem nuddnemar nudda heilnudd.