Áfangi

SAG 313

  • Áfangaheiti: SAGA3MA05
  • Undanfari: SAGA2NS05

Markmið

Að nemendur fái skýra mynd af afdrifaríkustu atburðum veraldarsögunnar á 20. öld; skilning á orsökum þeirra, aðdraganda, atburðarás og afleiðingum. Að þeir öðlist nokkurn skilning á helstu hugmyndum í stjórnmálum, á sviptingum í efnahagsmálum, erfiðleikum og átökum í sambúð hugmyndakerfa og ríkja og starfi friðarsamtaka. Að nemendur kynnist mikilvægi þess að geta séð söguleg og umdeild málefni frá ólíkum sjónarhornum og geti áttað sig á samhengi milli svæða, sviða og tímaskeiða. Að nemendur fái allgóða þekkingu á meginatriðum í þróun og breytingum á Íslandi á 20. öld.

Efnisatriði

Helförin, síonismi og átökin um Palestínu; Indland og Kína; kalda stríðið.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

20. öldin - Svipmyndir frá öld andstæðna eftir Sigurð Ragnarsson.
Ítarefni t.d. kort og gröf frá kennara.
Heimildakvikmyndir um sögu 20. aldar (t.d. öld fólksins).