Áfangi

ENS 193

  • Áfangaheiti: ENSK1UN05
  • Undanfari: Fyrir nemendur með enskueinkunn D á grunnskólaprófi.

Markmið

Að loknu þessum áfanga eiga nemendur að vera nógu vel að sér til þess að sitja grunnáfanga í ensku.

Námsfyrirkomulag

Notast verður við gögn sem kennari og nemendur útvega - blöð, tímarit og efni af Internetinu.

Kennslugögn

Eyes Open 2 (Student‘s Book with Online Workbook). Cambridge University Press and Discovery Education.
Coraline eftir Neil Gaiman
Nemendur verða að hafa aðgang að góðri orðabók - til dæmis á netinu.
Nemendur þurfa að eiga A4 lausblaðamöppu og í hana skal safna öllum verkefnum sem þeir vinna - einnig þarf að eiga litla stílabók

Námsmat

Ekki verða nein sérstök próf á önninni en nemendur skulu halda saman öllum verkefnum og æfingum sem þeir gera.

Námið verður metið út frá mætingu, ástundun og frammistöðu tímum ásamt árangri í ótalmörgum verkefnum sem lögð verða fyrir nemendur.