Áfangi

Sagan í kvikmyndum

  • Áfangaheiti: SAGA3KM05
  • Undanfari: SAGA2NS05

Markmið

Markmið áfangans er tvíþætt: Annars vegar að nemendur kynnist sögunni og vinni með hana á annan hátt en þeir eru vanir og hins vegar að þjálfa þá í að beita gagnrýnni hugsun þegar horft er á kvikmyndir og aðra fjölmiðla. Áfanginn á að kenna nemendum aðferðir sem að gagni koma í því skyni.

Efnisatriði

Efnisatriði eru breytileg frá ári til árs. Árið 2022 var fjallað um Norður-Kóreu, Afganistan, Nígeríu, Úganda og Suður-Ameríku. Farið var í að fjalla um sögu þessar landa og atburði sem gerst hafa nýlega í þessum löndum og horft var á kvikmynd um sögulegan atburð í hverju landi/heimshluta. Árið 2021 var fjallað um Filippseyjar í staðinn fyrir Afganistan.

Námsfyrirkomulag

Notast er við fjölbreytilegar kennsluaðferðir: Fyrirlestra, margvíslegar “samvinnuaðferðir" og einstaklingsvinnu, ekki síst með frumheimildir.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Ástundun og virkni 20%,
5 kvikmyndagagnrýni (4 hæstu gilda) 20%,
2 verkefnamöppur 15%,
2 próf 20%,
Lokaverkefni (myndband, podcast, ritgerð, tímarit o.fl.) 25%