Áfangi

Jóga

Markmið

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • nokkrum afbrigðum af jóga.
  • öndun, mismunandni aðferðum og tilgangi.
  • líkamsstöðum og hvernig hægt sé að beyta þeim í daglegu lífi.
  • innsiglum og tilgangi þeirra.
  • líkamslásum og tilgangi þeirra.
  • orkustöðvum.
  • hugleiðslu.
  • slökun.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • fara í þær jógastöður sem kenndar voru á önninni.
  • beita hinum ýmsu öndunaraðferðum í daglegu lífi.
  • beita líkama sínum eftir bestu getu og vitund.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta gert jógaæfingar heima eða hvar sem er.
  • leita sér frekari upplýsinga um jóga.
  • útskýra og miðla gagnsemi þess að fara í jóga og möguleg jákvæð áhrif þess.

Efnisatriði

Likamsvitund, líkamsbeiting, öndun, hugleiðsla, líkamslásar. 

Námsfyrirkomulag

Nemandi fylgir kennara sem leiðbeinir með æfingar og hugleiðslu.

Námsmat

Námsmat byggist á mætingu og þátttöku í tímum.