Áfangi

Kvikmyndahátíð, undirbúningur

Markmið


Við lok áfangans skulu nemendur:
Hafa fengið innsýn inn í rekstur lista- og kvikmyndahátíða
Hafi náð tökum á skipulögðum vinnubrögðum
Hafi áttað sig á nauðsyn góðrar framkomu og kurteisi
Kunni skil á ,,diplomatrískri‘‘ umgengni
Skilji hvað er yfirsýn á heildar verkefni listahátíða og samræmi dagskrár
Átti sig á gerð dagsskrár og samspili viðburða
Kunni skil á gerð kostnaðaráætlana
Átti sig á hvað verkefnastjórnun er
Skilji nauðsynin skipulags svo hátíðin megi ganga snurðulaust fyrir sig
Átti sig á vandamálum sem geta komið upp á hátíðinni og kunni að bregðast við þeim
Hafi skilning á tækni og lausn tæknilegra vandamála
Hafi góða innsýn inn í markaðsetningu hátíðar og alla kynningarstarfsemi
 

Námsfyrirkomulag


Nám í þessum áfanga fellst í uppsetningu og skipulagi á listviðburði eða öðrum viðburðum sem ætlað er stórum hópum af fólki. Sem dæmi má nefna kvikmyndahátið, tónlistarhátíð, myndlistasýningu eða flókna viðburði. Verkefni áfangans er að undirbúa og setja upp kvikmyndahátið framhaldsskólanna. Nemendur fá innsýn inn í skipulag hátíða og hvernig allur undirbúningur og skipulag skiptir máli svo að, þegar viðburðurinn skellur á gangi hann snurðulaust fyrir sig. Nemendur fá jafnframt að kynnast verkefnastjórnun og nota þannig áætlunargerð sem þar er nýtt. Þessi áfangi verður unninn í samvinnu við listastofnanir og hátíðir sem þegar eru starfræktar. Þannig fá nemendur einhverja innsýn inn í slíka starfsemi. Lokaverkefni áfangans er Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna haldin í FÁ.

Námsmat


Verkefnavinna, símat í áfanga, leiðsagnarmat og sjálfsmat. Lokaverkefni metið eftir vinnuframlagi.