Áfangi

MYL 103

Efnisatriði

Lögð er áhersla á að þjálfa formskilning með greiningu einfaldra hluta og svo einbeitt sér að skoðun umhverfisins. Rými er teiknað og farið í forsendur einfaldrar fjarvíddar. Að því loknu læra nemendur að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd. Farið í aðferðir til að mæla hlutföll mannslíkamans, jafnframt því að nemendur þjálfist í að átta sig á samræmi hlutfalla og forma. Teiknaðar styttri stöður módels þar sem áherslan er á heildarsýn og lengri stöður sem útheimta vandaðri mælingar og meiri nákvæmni. Nemendur hljóta þjálfun í því að beita litum á markvissan hátt í tengslum við hugmyndavinnu og kynningu á helstu tæknilega aðferðum málunar.

Námsfyrirkomulag

Skólinn leggur til flest efni en gerðar eru kröfur um góða umgengni. Ef nemendur vilja nota dýrari efni en þau sem standa til boða t.d. mála á striga í stað pappírs þá kosta þeir það sjálfir.

Námsmat

Símat. Hvert og eitt verkefni er próf. Mæting, áhugi og framfarir skipta þar miklu máli og má mæting ekki fara niður fyrir 85%.
Verkleg vinna 70%
Sjálfstæð verkefni 20%
Skissubók og lokaverkefni úr fræðilega þættinum 10%