Áfangi

Fatasaumur 1

  • Áfangaheiti: FATA1SS05

Námsfyrirkomulag

Nemendur vinna lágmark eina flík frá grunni og annað frjálst verkefni. Prufur og verkefni eru unnin undir leiðsögn kennara og sett í vinnumöppu. Gerðar verða sauma- og sníðaæfingar og farið í einföldustu atriði efnisfræðinnar. Hugmyndavinna, teikniæfingar og endurvinnsla fatnaðar. Góð ástundun og vinna í tímum er mikilvæg þar sem þetta er próflaus áfangi.