Áfangi

TÖHÖ2ÚT05

  • Áfangaheiti: TÖHÖ2ÚT05
  • Undanfari: TÖHÖ2LH05.
    Krafa er gerð um grunnkunnáttu í Clickteam Fusion 2.5 og GIMP eða Photoshop.

Markmið

Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri á að skapa, þróa og útfæra leikjahugmynd sem spilanlegan tölvuleik eða borðspil. Í áfanganum vinna nemendur saman í hópum; skapa og þróa sameiginlega leikjahugmynd, útbúa tímaáætlun, nota netið til að afla sér upplýsinga, sjá um skipulag og vinna saman í að smíða spilanlegan tölvuleik eða hönnun borðspils. Farið er yfir mismunandi tegundir leikja (genres), tækja (platforms) og Scrum aðferðafræðin notuð við verkefnastjórnun. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og sem hluti af teymi undir leiðsögn kennara. Í lok annar kynna nemendur afraksturinn og vinna í kjölfar að markaðssetningu afurðar. Notast er við Clickteam Fusion 2.5. leikjavélina og myndvinnsluforritið GIMP eða Photoshop.

Kennslugögn

Nauðsynlegt að hafa aðgang að Clickteam Fusion 2.5 (keypt útgáfa) og GIMP eða Photoshop. Einnig verður notast við Trello og Slack.
Verkefni, lesefni, myndbönd og önnur kennslugögn frá kennara.

Námsmat

Áfanginn er símatsáfangi og byggir á reglulegum verkefnaskilum.
Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.