Áfangi

MYNL1YM05

  • Áfangaheiti: MYNL1YM05

Markmið

Í þessum grunnáfanga er lögð áhersla á að njóta myndlistar, skoða ýmsar hliðar hennar og greina þær. Grunnstef myndlistar verða kynnt og hugmyndaheimur nemandans víkkaður út með skoðun á mismunandi verkum.

Námsfyrirkomulag

Nemendur fara á sýningar og kynnast myndlist frá ýmsum menningarheimum. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám og virkni í gegnum einfaldar teikniæfingar, skrif og samræður.

Námsmat

Verkefni, kynningar, þátttaka og mæting.