Áfangi

Aðstoð við AM nem.

  • Áfangaheiti: AÐST2AM02
  • Undanfari: Nemandi þarf að vera búinn með 1-2 annir í skólanum.

Markmið

Valáfangi sem felur í sér aðstoð á breiðum grundvelli við nemanda sem hefur annað móðurmál en íslensku.

Efnisatriði

Nemandi (móðurmál íslenska) hittir AM nemanda að lágmarki einu til tvisvar sinnum í viku (í eyðu í stundatöflu eða að lokinni síðustu kennslustund dagsins) eða í styttri tíma í einu (t.d. hádegishlé). Samverutími er sem samsvarar tveimur klukkustundum á viku.

    Aðstoðin felst í;
  • að kynna skólann, bókasafnið og setrið (í upphafi annar)
  • að upplýsa um sérstaka viðburði innan/utan hefðbundins skólatíma o.s.frv.
  • samtali; að gefa nemandanum tækifæri á að tala íslensku
  • að hjálpa nemandanum í einstökum námsgreinum og/eða við heimanám.

Námsmat

Nemandi (íslenskt móðurmál) sendir umsjónaraðila áfangans vikulega upplýsingar um hvað gert var með AM nemandanum þá vikuna. Í lok annar skilar hann svo heildaryfirliti til umsjónaraðilans.