Áfangi

Hönnun skólalóðar

  • Áfangaheiti: HÖNN2FÁ03

Markmið

Í áfanganum hanna nemendur tillögu að skipulagi lóðar FÁ. Markmiðið er síðan að hagnýta útkomu áfangans við endurbætur á skólalóðinni.
Áfanginn er þrjár einingar á öðru þrepi, opinn nemendum sem hafa lokið a.m.k. 50 einingum.

Námsfyrirkomulag

Nemendur njóta leiðsagnar við að móta hugmyndir að útliti lóðar og vinna með þær. Nemendur læra að vinna teikningar, beita áhöldum og temja sér fagleg vinnubrögð. Lokaafurðin á að vera fullunnin til sýningar í lok annar.
Mæting er í einn tvöfaldan tíma á viku og áfanginn er aðeins í boði í þetta eina skiptið.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.