Áfangi

Margmiðlun

  • Áfangaheiti: MARG3HM05
  • Undanfari: Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lokið a.m.k. 50 einingum.

Markmið

Nemendur læra að klippa og hljóðsetja myndbönd og nota til þess ýmis tölvuforrit sem tengjast myndbandagerð og hljóðvinnslu. Áhersla er lögð á samvinnu, vinnuferli og gagnrýna hugsun.

Námsfyrirkomulag

Notaðar eru fjölbreyttar kennsluaðferðir s.s. fyrirlestrar, áhorf, storyboard, verkefnavinna, einstaklingsverkefni, handritagerð, hópverkefni og almennar umræður.

Námsmat

Símatsáfangi sem byggir á

  • verkefnavinnu (70%) og
  • virkni nemenda í umræðum í tíma og í Moodle (30%).