Áfangi

NÁM 193

 • Áfangaheiti: LESA1DY03
 • Undanfari: Stuðningsáfangi fyrir lesblinda nemendur

Markmið

Við lok áfangans skal nemandinn

 • hafa áttað sig á stöðu sinni í ritun og fengið þjálfun við hæfi
 • hafa öðlast öryggi við að nýta sér tölvu í námi
 • hafa áttað sig á stöðu sinni í lestri og kynnst leiðum til að auka lestrarhraða
 • vita hvað átt er við með hugtakinu dyslexía (lesröskun, leshömlun, lesblinda, lestrar- og skriftarörðugleika)
 • hafa skoðað hvernig hans eigið vandamál kemur fram í námi
 • hafa metið námsaðferðir sínar á þar til gerðu matsblaði og unnið námsmarkmið með hliðsjón af niðurstöðum
 • þekkja eigin líkamleg viðbrögð við álagi (streituviðbrögð)
 • vita hvernig hægt er að draga úr álagi með ýmsum leiðum
 • vita hvernig hægt er að fást við neikvæðar hugsanir sem trufla, t.d. á prófum
 • hafa kynnt sér starfsemi minnis og skoðað ýmsar minnistækniaðferðir
 • hafa gert áætlun hvernig hægt er að nýta minnistækni í námi
 • hafa fengið æfingu í gerð hugkorts (mind mapping) eða myndrænnar framsetningar á þekkingaratriðum
 • hafa kynnt sér ýmis hagnýt atriði varðandi prófundirbúning
 • þekkja hvernig prófkvíði lýsir sér og hvernig hægt er að vinna gegn kvíðanum
 • hafa kynnt sér hvað átt er við með sjálfstyrkingu
 • þekkja rétt sinn og skyldur sem framhaldsskólanemi

Námsfyrirkomulag

Samkvæmt skipulagi skiptist kennslan í tvo aðskilda þætti. Í öðrum hluta (2 tímum á viku) er lögð áherslu á þjálfun í lestri, ritun og tölvufærni en í hinum (2 tímum á viku) er lögð áhersla á innsýn í eigin vandamál, sjálfstyrkingu og námstækni. Reynt verður að hafa námsaðferðir sem fjölbreytilegastar en megináhersla verður lögð á virkni nemenda, m.a. við lesþjálfun, verkefnavinnu og umræður.

Kennslugögn

Ljósritað handrit Hvernig geta nemendur nýtt hæfileika sína best í námi eftir Elínu Vilhelmsdóttur
Myndbönd um dyslexíu eru skoðuð og rædd
Geisladiskar með leiðbeiningum um slökun
Ýmsir textar

Námsmat

Námsmat byggist á símati, ekki lokaprófi. Verkefni nemenda og virkni í tímum verða lögð til grundvallar námsmati. Til að fá áfangann metinn til þriggja eininga þurfa nemendur að hafa 90% mætingu.