Áfangi

Harry Potter

  • Áfangaheiti: ENSK2HP05
  • Undanfari: ENSK2LO05

Markmið

Þekkingarviðmið
-helstu einkennum furðusagna og tenginu þeirra við Harry Potter bækurnar
-stöðu Harry Potter bókanna innan bókmennta
-sögu og þróun furðusagnaformsins erlendis og á Íslandi
-tengslum bókmenntagreinarinnar við aðra miðla, svo sem kvikmyndir, sjónvarp og tölvuleikjamenningu.
Leikniviðmið
beita hugtökum bókmenntafræðinnar þegar fjallað er um Harry Potter bækurnar
lesa og fjalla um Harry Potter bækurnar á fræðilegan hátt
taka þátt í umræðum um bókmenntagreinina á málefnalegan og gagnrýninn hátt.
Hæfniviðmið
átta sig á tengslum dægurmenningar og furðusagna og auka skilning sinn og þekkingu á dægurmenningu og afþreyingarbókmenntum
taka afstöðu og tjáð sig um bókmenntir á málefnalegan hátt
koma skoðunum sínum á framfæri með skýrum og vönduðu máli í bæði ræðu og riti.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum verða lesnar Harry Potter bækurnar og horft verður á myndirnar byggðar á sagnaheimi J.K. Rowling ásamt því að fjallað verður um menningaráhrif. Nemendur lesa valdar Harry Potter bækur, smásögur, horfa á þætti og kvikmyndir sem tengjast sagnaheiminum og kynnast áhrifum bókmanna á dægurmenningu í fortíð og nútíð.

Námsmat

Námsmat áfangans byggir á fjölbreyttri verkefnavinnu, kynningum og skapandi verkefnum.