Áfangi

Kvikmyndatækni

  • Áfangaheiti: KVMG2KT05
  • Undanfari: KVMG1ST05

Markmið

Þekkingarviðmið:

Í áfanganum á nemandinn…
…að fá innsýn í alla tæknilega þætti kvikmyndagerðar
…að læra tæknileg grunnatriði kvikmyndagerðar
…að öðlast skilning á hvað tæknilega vinna liggur að baki kvikmyndaatriða.

Leikniviðmið:

Í áfanganum á nemandinn…
…að vinna margskonar tæknileg kvikmyndaverkefni og nýta til þess ýmiskonar kvikmyndatækni
…að vinna stafrænar tæknibrellur í kvikmynd
…að hljóðvinna kvikmynd.

Hæfniviðmið:

Að loknum áfanganum á nemandinn…
…að geta unnið kvikmynd og nýtt til þess margskonar kvikmyndatækni
…að geta unnið einfaldar stafrænar brellur í kvikmynd
…að geta unnið hljóð í kvikmynd.

Efnisatriði

Í áfanganum verður farið náið í helstu tæknilega skapandi þætti kvikmyndagerðar, eins og kvikmyndatöku, lýsingu, hljóðvinnslu, klippingu og stafræna-brellutækni. Nemendur fá að spreyta sig á öllum tækjum sem skólinn hefur upp á að bjóða í kvikmyndagerð auk þess að þeir fá kennslu í sérhæfðum forritum frá Adobe sem nýtt eru í kvikmyndagerð, t.d. After Effects og Audition.

Námsfyrirkomulag

Nemendur vinna ýmis verkleg verkefni í áfanganum með það að markmiði að kynnst tæknilega hluta kvikmyndagerðar á skapandi hátt. Nemendur fá að spreyta sig á öllum hliðum kvikmyndatækni í þessum verkefnum sem í lok áfangans nemendur setja saman í stuttmynd.

Kennslugögn

Kennsluefni frá kennara.

Ítarefni:

Film directing - Shot by shot: Visualizing from Concept to Screen

(fæst í Bóksölu stúdenta)

Námsmat

Verkefnavinna og símat.