Áfangi

Afbrotafræði

  • Áfangaheiti: FÉLA2AB05
  • Undanfari: FÉLV1IF05

Markmið

Meginmarkmið áfangans er að auka skilning nemenda á afbrotum, refsingum og samfélagsleg viðbrögð við þeim.

Efnisatriði

Í þessum áfanga verður rýnt í undirgrein félagsfræðinnar. Afbrotafræði styðst við aðferðir félagsvísinda til rannsókna á afbrotum og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Í áfanganum munum við skoða mismunandi tegundir afbrota og afleiðingar þeirra. Bók Helga Gunnlaugs verður stoð áfangans ásamt því að skoða heimildarþætti/hlaðvörp.

Námsfyrirkomulag

Þetta er símatsáfangi. Nemendur vinna í verkefnum í tíma jafnt sem heima, hópavinna, umræður og glærukynningar frá kennara.

Kennslugögn

Helgi Gunnlaugsson (2018). Afbrot og íslenskt samfélag. Háskólaútgáfan Rannsóknarstofa í afbrotafræði

Námsmat

Upplýsingar koma síðar.