Áfangi

Menning í og með myndlist

  • Áfangaheiti: MYNL1AM05

Markmið

Í áfanganum gefst kennurum tækifæri til þess að kynnast þeim áherslum og menningarheim sem nýr nemandi kemur með frá símum heimkynnum í gegnum listir. Á sama tíma gefst nemanda tækifæri til þess að kynnast þeim aðferðum og áherslum sem eru í íslensku skólakerfi og bæta í orðaforðann innan myndlistarstofunnar.

Efnisatriði

Nemendur með annað tungumál, teikning, fomskilningur, munsturgerð, leturgerð, menning, leir, litablöndun, umhverfi, hlustun, hugur, hönd, hjarta, greining, samtal, fagurfræði, hugleiðiðingar.

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í ýmsum aðferðum teikningar, formskilning, munstur, leturgerð(grafík), rýmisskilning, litablöndum og skoðun umhverfis. Áhersla er lögð á hlustum, greiningu og samtal í gegnum leiðarljósin hug, hönd og hjarta.

Áfanginn er settur upp með það í huga að kynnast hugsun og menningu þeirra nemenda sem tala hvorki íslensku né ensku. Hann er hugsaður til þess að kynna tungumálið í gegnum myndlist. En ekki myndlist í gegnum tungumálið. Þannig mun vera lögð áhersla á að læra þessi helstu orð sem að notuð eru í myndlistarstofunni. Þetta er ekki síður mikilvægur tími fyrir kennara að setja sig aðeins inn í heim nemandans og átta sig á þeim áherslum sem að óvart okkur þykja sjálfsagðar en eru bara ekki að skila sér í mark vegna mismunandi menningar.

Nemendum gefst tækifæri til þess að vinna lokaverkefni byggt á list frá sínu heimshorni eða þeim grunni sem að það kemur með frá fyrra námi í myndlist. Þannig er tengt saman skemmtilegt ferli skapandi hugleiðinga, rannsókna og fagurfræði.

Kennslugögn

Skólinn útvegar kennslugögn.

Námsmat

Símat, sjálfsmat, jafningjamat.