Áfangi

Ljósmyndun 1

Markmið

  • Kunna að nota og skilgreina myndbyggingu og ljós í ljósmyndun
  • Geta skilgreint mun á milli lýsingartíma og gæða þess (hraður lokari -stuttur lýsingartími og hægur lokari-langur lýsingartími).
  • Geta skilgreint: jafnvægi, staðsetningu fyrirmynd, dýpt
  • Nærmyndir og form / myndgreining
  • Geta framkvæmt/útfært ljósmyndun með valdi á tækninni sjálfri.

Efnisatriði

Stafræna myndflagan.

Munur á milli gamaldags filmu og digital myndflögu.

Myndrammi/Myndbygging
Staðsetning fyrirmyndar
Þriðjungareglan (sez.aurea/gullinsnið)
Jafnvægi
Fjarvídd
Dýpt
Ljós
Gæði ljóss
Andstæður (kontrast) í fyrirmynd
Bættur lýsingartími
Skerpudýpt
Tími
Rétta augnablikið
Hraður lokari (stuttur lýsingartími)
Hægur lokari (langur lýsingartími)
Ljósmyndatækni
Mjög löng opnun (mjög hægur lokari)
Hraður lokari (stuttur lýsingartími)
Nærmyndir og form - myndgreining
Upplausn og skerpa
kerpudýpt
Samhengið milli ljósops og skerpudýptar
Þáttur ljósopsins í skerpudýpt
Myndataka
Aðdráttar- og víðlinsa
Áhrif aðdráttar- og víðlinsu
Skerpustilling (fókus)
Makró
Langur lokunartími (löng lýsing)

Námsfyrirkomulag

Námskeiðið verður byggt á grundvallar upplýsingum um ljósmyndatöku eins og upplausn, skerpa, myndataka, ljós og tími. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að ljósmyndavél og að geta fært ljósmyndirnar inná tölvu. Grunnatriði um linsunotkun, og möguleika þess. Námskeiðið mun leggja grunn fyrir skapandi útfærslu með tillit til myndbyggingar, fjarvíddar og tæknilegrar notkunar á ljósmyndavélinni. Verkefnin verða svo skoðuð í skólastofunni með tilliti til viðfangsefnisins í hvert skipti. Vettvangsferðir, ljósmyndasýningar, ritgerðir og hugleiðingar verða einnig partur af námsefninu. Í áfanganum er nemendum gefið tækifæri til að vinna verkefnin í skólanum þar sem mögulegt er að nota tölvurnar í tölvuverinu. Hver vika verður skipulögð með tilliti til viðfangsefnisins sem fjallað verður um í skólanum. Hver nemandi þarf að hafa möguleika á að færa ljósmyndirnar í sameiginlegt forrit þar sem aðgengilegt verður fyrir okkur til að skoða verkefnin í tölvuherberginu. Verkefnin þarf að setja upp með skrifuðum texta við myndirnar með hugleiðingum og ef nauðsynlegt með tæknilegum útskýringum. Viðfangsefnið sem við munum hafa sem grundvöll fyrir ljósmyndatöku og rannsóknarvinnu er að skoða og rína “landið okkar” í hvaða form sem er.

Námsmat

6 verkefni, sem gilda 30% af 100%

Lokaverkefni sem gildir 30% af 100% (lokaverkefnið kemur frá rannsókninni sem gerð verður á önnini um fyrirnefnd viðfangsefni)

Viðveran og mæting 40%