Áfangi

Líkamsbeiting

  • Áfangaheiti: LÍBE1HB01
  • Undanfari: Heilbrigðisskólanemendur skulu taka áfangann seinustu önn fyrir vinnustaðanám eða starfsþjálfun.

Markmið

Í áfanganum er fjallað um vinnuumhverfi og áhrif þess á líkamlega og andlega líðan. Farið er í líkamsvitund og líkamsbeitingu, vinnutækni við ólíkar aðstæður og mismunandi störf. Fjallað er um leiðir til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu. Nemandi leysir ýmis verkefni, með og án léttitækja.

Efnisatriði

Líkamsbeiting og vinnutækni

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar og verklegar æfingar.
Sjúkraliðanemendur skulu ekki taka þennan áfanga fyrr en í fyrsta lagi samhliða HJVG1VG05 og áður en þeir taka VINN3ÖH08.

Kennslugögn

Vinnutækni við umönnun, Rétt líkamsbeiting ásamt efni af veraldarvef og frá kennurum.

Námsmat

100% mætingarskylda er á námskeiðið.