Áfangi

LYG 204

  • Áfangaheiti: LYGE3VL05
  • Undanfari: LYGE3LÚ05

Markmið

Að nemandi:
geti framleitt nokkur lyfjaform eins og stíla, krem, mixtúru, lausn og dreifu
geti fyllt út framleiðsluseðla, framleiðsluskrár og kunni að gera framleiðslunúmer s.s. innkonumnúmer og lotunúmer
þekki til innri úttektar
kunni að íblanda lyfjum í innrennslislyf samkvæmt forskrift
kynni fyrir kennara og samnemendum niðurstöður úr verkefnum sínum.

Efnisatriði

Lyfjagerð, framleiðsluskýrsla, lyfjaform, stíll, krem, mixtúra, lausn, dreifa, framleiðsluseðill, innkomunúmer, lotunúmer, innri úttekt, íblöndun lyfja, innrennslislyf, forskrift, gæðakerfi, framleiðslueyðublað, framleiðslueftirlit, gæðatryggingadeild, gæðaeftirlit, fráruðningsstuðull, eðlisþyngd, styrkleiki, móttökuathugun, framleiðslupróf, rekjanleiki, úttektir, smitgát, hreinlæti, krossmengun, skráningarferli, vogir, mælitæki, framleiðsludeild, rannsóknardeild, gæðaeftirlitsdeild o.fl.

Námsfyrirkomulag

Verkleg kennsla. Nemendur vinna nokkur verkefni yfir önnina undir handleiðslu kennara og skila viðamikilli skýrslu um hvert verkefni og skili framleiðslunni fulltilbúinni. Nemendur gera skipulögð verkefni og verkefni að eigin vali er lýtur að lyfjaframleiðslu.

Kennslugögn

Ljósrit hjá kennara.

Námsmat

Skýrslur, verkefni og verklegt próf.