Áfangi

HJV 103

  • Áfangaheiti: HJVG1VG05
  • Undanfari: HJÚK1AG05 (má taka samhliða)
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemendur

  • Verði færir um að framkvæma algeng störf á heilbrigðis- og sjúkrastofnunum, sem tengjast starfsviði sjúkraliða
  • Læri að tengja bóklega þekkingu við verklega framkvæmd við aðhlynningu sjúkra með tilliti til sérþarfa hvers og eins
  • Geri sér grein fyrir mikilvægi athugana á líkamlegu og andlegu ástandi skjólstæðinga
  • Tileinki sér vinnubrögð, sem að einkennast af umhyggju fyrir skjólstæðingum, góðri skipulagningu, hreinlæti og smitgát
  • Tileinki sér góð samskipti í samstarfi sjúklinga, starfsmanna og aðstandenda

Efnisatriði

Umhverfi sjúklings og mismunandi aðstæður, umbúnaður, aðhlynning, sjúkraeining, sjúkrarúmið, sjúkrastofan, persónuleg aðhlynning, böðun, munnhirða, hárhirða, skegghirða, fót- og naglhirða, hreyfing, fylgikvillar hreyfingarleysis, hjálpartæki, lega í rúmi, næringar og vökvajafnvægi, skráningar, smitgát, skolherbergi, útskilnaður, þvag, - hægða og hrákasýnatökur, umhirða stoma, mæling lífsmarka og skráning, úrhreinsun úr endaþarmi, rakstur og sótthreinsun húðsvæðis.

Námsfyrirkomulag

Kennsla og verklegar æfingar fara fram í verklegri hjúkrunarstofu A-25.
Nemendur vinna saman 2-3 og verð að vera við því búnir að leika skjólstæðing.
100% mætingarskylda er í þennan áfanga.

Kennslugögn

Kennsluhefti í verklegri hjúkrun fyrir sjúkraliða (fjölritað handrit) tekið saman af Hildi S. Sigurðardóttur og Ingu Lútersdóttur
Hjúkrun 1. þrep, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir ritstjóri, Iðnú, 2016

Námsmat

Verklegt próf í lok annar.