Áfangi

SAS 103

  • Áfangaheiti: SASK2SS05
  • Undanfari: Æskilegur undanfari SIÐF2SF05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemandi
geri sér grein fyrir gildi skilvirkra samskipta í starfi og öðlist öryggi og trú á eigin getu í tjáskiptum.
geta gert grein fyrir áhrifum eigin fordóma og tilfinninga á tjáskipti
geta gert grein fyrir menningarlegum áhrifum á samskiptahætti og tjáskiptareglur ólíkra samfélaga
sýna framkomu sem einkennist af virðingu og fordómaleysi
þekkja þá þætti sem hafa áhrif á samskiptahæfni einstaklings í kvíða- og streituvaldandi aðstæðum
geta gert grein fyrir áhrifum líkamstjáningar á gæði samskipta
þekkja áhrifamátt orðavals í samskiptum
geta sýnt fram á færni í samskiptatækni og málamiðlun
geta útskýrt mikilvægi virkrar hlustunar í samskiptum
geta útskýrt hvað lokar fyrir og hvað eykur flæði tjáskipta
þekkja þau atriði sem hafa ber í huga í samræðum um viðkvæm málefni
búa að grundvallarfærni í samskipta- og viðtalstækni

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um gildi virðingar og fordómaleysis í samskiptum. Líkamstjáningu, tjáskiptareglur ólíkra menningarsvæða, virk hlustun, viðtalstækni og margt fleira.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Verklegar æfingar og verkefni