Áfangi

Skyndihjálp

  • Áfangaheiti: SKYN2EÁ01
  • Undanfari: Að minnsta kosti fjórar annir í framhaldsskóla.

Markmið

Fjallað er um aðgerðir á vettvangi slyss, skoðun og mat og farið yfir hugmyndafræði skyndihjálpar og áfallahjálpar. Fjallað er um björgun og flutning einstaklinga af slysstað. Farið er yfir endurlífgun, helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi auk þess losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Fjallað er um helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi. Farið er í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Fjallað er um áverka, ofkælingu og háska af völdum hita. Fjallað er um bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur.

Efnisatriði

Skyndihjálp – endurlífgun og áverkar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar og æfingar. Ekki er æskilegt að nemendur á sjúkraliðabraut taki áfangann mjög snemma á námsferlinum þar sem námskeiðið má ekki vera útrunnið við útskrift. Skyndihjálparnámskeið þarf að endurnýja á tveggja ára fresti.

Kennslugögn

Kennari er með glærur, og útvegar tæki og tól sem þarf til æfinga. Mikilvægt er að var þægilega klæddur í þessum tímum vegna æfinga.

Námsmat

100% mætingarskylda og þátttaka á námskeiðinu þarf til að standast áfangann.