Áfangi

VIN 205

  • Áfangaheiti: VINN2LS08
  • Undanfari: HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að
- sýna þekkingu í hjúkrun og aðstoð við sjúklinga á hand- og lyflækningadeildum
- sýna færni í samskiptum við skjólstæðinga
- sýna faglega umhyggju í hjúkrun mikið veikra sjúklinga og geta útskýrt mismunandi hjúkrunarþörf þeirra
- geta útskýrt mikilvægi andlegs undirbúnings fyrir og eftir aðgerðir og rannsóknir
- sýna færni í hjúkrun fyrir og eftir aðgerðir og rannsóknir
- þekkja og sýna skilning á mikilvægi skráningar
- sýna færni í algengum sýnatökum og meðferð sýna
- sýna færni í að skipuleggja og forgangsraða hjúkrun skjólstæðinga í samvinnu við leiðbeinanda
- sýna skilning á hlutverki sjúkraliða á viðkomandi deild
- geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing

Efnisatriði

Hjúkrun fullorðinna, móttaka, samskipti, langvinnir sjúkdómar, undirbúningur, eftirlit, rannsóknir, aðgerðir, fylgikvillar, magasonda, dreypi, dropateljarar, umbúðir, dren, leggir, þvagpoki, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, hjálpartæki.

Námsfyrirkomulag

Verknám fer fram á lyflækninga-og eða skurðlækningadeildum sjúkrahúsa. Námstíminn er 3 vikur eða 15 vaktir á tímabilinu janúar til febrúar á síðustu önn í sjúkraliðanámi.
Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða.
Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið.

Námsmat

Í verknáminu færir nemandi Ferilbók og vinnur 3 mismunandi verkefni, sem eru hluti af lokamati. Hjúkrunarkennari fer yfir verkefni, en leiðbeinandi gefur umsögn og mat fyrir frammistöðu nemanda á verknámsstað.