Áfangi

EFN 103

  • Áfangaheiti: EFNA2AM05
  • Undanfari: RAUN1LE05

Efnisatriði

Stutt upprifjun úr nát 123. Farið er ítarlega í atómmassa og rafeindaskipan á undirhvolf, einkenni flokka lotukerfisins og muninn á málmum og málmleysingjum. Áhersla er á efnatengi, sterk og veik og rafdrægni atóma. Farið er í hugtakið mól, einfalda mólútreikninga, hlutfallareikning, ofgnótt og afgang. Einnig mólstyrk lausna og jóna í lausn. Hugtökvin oxun og afoxun skilgreind og rafeindaflutningur í oxunar- afoxunarhvörfum tekinn fyrir. Einnig verður minnst á spennuröð málma. Hugtökin sýra og basi skoðuð ásamt róteindaflutningi og pH-gildi kynnt. Einnig verður farið í fellingahvörf.

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn kennara um einstaka efnisþætti, verkefnavinnu nemenda í tímum og heima sem og framkvæmd og úrvinnslu á verklegum æfingum.

Kennslugögn

Chemistry 2e frá Openstax College. Rafbók. https://openstax.org/details/books/chemistry-atoms-first-2e
Almenn efnafræði II (efnahvörf) eftir Hafþór Guðjónsson fyrir þá sem vilja lesa námsefnið á íslensku.
Ekki þarf að kaupa þessar bækur fyrir áfangann – sjá nánar á Moodle.

Námsmat

Til lokaeinkunnar verða metin skilaverkefni, hlutapróf, skýrslur úr verklegum æfingum og lokapróf.