Áfangi

STÞ 208

  • Áfangaheiti: STAF3ÞJ27
  • Undanfari: Verklegir og bóklegir hjúkrunaráfangar

Markmið

Að nemandi
- geti unnið sjálfstætt að öllum þeim störfum sem falla undir störf sjúkraliða.
- sýni færni í að tengja bóklegt og verklegt nám í starfi
- verði fær um að vinna sjálfstætt og geti brugðist á réttan hátt við aðstæðum á vinnustað hverju sinni
- sýni þroska og varfærni í umgengni við skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra
- sýni hæfni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk
- geti í lok tímabilsins notað starfsheitið sjúkraliði með sóma.

Námsfyrirkomulag

Áfanginn er reynslutími fyrir sjúkraliðanema á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur (80 vaktir). Á tímabilinu öðlast nemandinn færni í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%.
Að loknu námi í öldrunaráföngum er nema heimilt að ljúka fimm vikum af starfsþjálfuninni á öldrunarstofnun eða við heimahjúkrun. Neminn skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki. Á starfsþjálfunartímabilum þiggur nemi laun skv. kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands.

Námsmat

Hjúkrunardeildarstjóri sem ræður sjúkraliðanema í starfsþjálfun skal gefa honum umsögn á þar til gert í eyðublað frá skólanum í lok starfsþjálfunar. Kennslustjóri er tengiliður skólans og deildarstjóra/yfirmanns vinnustaðar þar sem starfsþjálfun fer fram. Þegar starfsþjálfunartímabilinu er lokið er nemi ábyrgur fyrir því að koma umsögn fyrir starfsþjálfun til kennslustjóra.
Starfsþjálfun er metin sem 16 námseiningar í sjúkraliðanámi.