Áfangi

STÆ 193

  • Áfangaheiti: STÆR1UN05
  • Undanfari: Fyrir nemendur með stærðfræðieinkunn D á grunnskólaprófi

Markmið

Að þjálfa nemendur í talnameðferð og vinnubrögðum við stærðfræðinám.
Að þjálfa nemendur í undirstöðuatriðum stærðfræðinnar.
Að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart stærðfræði.

Efnisatriði

Reikniaðgerðir, forgangsröð aðgerða, almenn brot, bókstafareikningur, jöfnur, þáttun og velda- og rótareikningur.

Námsfyrirkomulag

Einstaklingsmiðað nám. Nemendur vinna hver á sínum hraða og taka svo lotupróf þegar þeir hafa lokið hverri lotu. Gert er ráð fyrir að nemendur séu með einfalda reiknivél.

Kennslugögn

Kennslubók: Reiknaðu með mér eftir Gunnar Pál Jóakimsson (útg. 2008) ásamt viðbótarefni frá kennara.
Hjálpargögn: Vasareiknir.

Námsmat

Nemendur taka lotupróf eftir hverja lotu/kafla og þurfa að ná að lágmarki 7,5 í lotunni til að komast í næstu lotu/kafla. Ef það næst ekki er fyrri lotan tekin aftur. Þeir sem klára a.m.k. 3 lotur en ekki allar fá áfangann metinn að hluta og þá sem STÆR1UN02 og halda þá áfram með þær lotur sem eftir eru á næstu önn til að ljúka við áfangann.