Áfangi

STÆ 203

  • Áfangaheiti: STÆR2AM05
  • Undanfari: STÆR1GR05 eða stærðfræðieinkunn A eða B á grunnskólaprófi.

Markmið

Að nemendur hafi öðlast færni í vinnu með jöfnu beinnar línu í hnitakerfi.

Að nemendur kunni að vinna með veldi og rætur.

Að nemendur hafi nokkra færni í meðferð algebrubrota og grunnþekkingu á 10-logra.

Að nemendur skilji mengjahugtakið, þekki talnamengin, mengjatáknin, biltáknin og Venn-myndir, og geti lesið úr og beitt þeim á ýmis viðfangsefni.

Að nemendur kunni að leysa fyrsta stigs ójöfnur og táknun lausna á talnalínu.

Að nemendur skilji algildishugtakið og geti leyst einfaldar algildisjöfnur og -ójöfnur.

Að nemendur kunni að leysa annars stigs jöfnur af ýmsu tagi.

Að nemendur þekki helstu eiginleika fleygboga, kunni að teikna þá og vinna með þá með ýmsum hætti.

Að nemendur þekki hugtökin fall, formengi, varpmengi, jafnstætt og oddstætt fall, vaxandi og minnkandi fall.

Að nemendur kunni margliðudeilingu og geti beitt henni við þáttun margliða og lausnir á jöfnum af hærra stigi.

 

Efnisatriði

Hnitakerfi, veldi og rætur, algebra og lograr með grunntölunni 10, mengi, ójöfnur, algildi, annars stigs jöfnur, fleygbogar, föll og margliður.

 

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun


Kennslugögn

Stærðfræði 2B eftir Gísla Bachmann og Helgu Björnsdóttur. IÐNÚ 2019

Námsmat

Lokapróf 40%,  annareinkunn 60%.