Áfangi

STÆ 303

Markmið

Nemandi skal hafa öðlast almenna þekkingu á - talningafræði, (umröðunum, samantektum og margföldunarreglunni), hornafræði þríhyrninga, hornafallajöfnum og ójöfnum, einföldum gröfum hornafalla, vigur og vigurreikningi.   Nemandi skal hafa öðlast leikni í   - að vinna með umraðanir og samantektir innan talningafræðinnar og að geta metið hvenær röð skiptir máli.   - að leysa hornafallajöfnur og léttari ójöfur - vinna með vigra í tvívíðu rúmi og nota viðeigandi reikinreglur   Nemandi skal auk þess sýna hæfni í að - ákvarða hvaða aðferð skal beita á hin ýmsu viðfangsefni áfangans - setja fram lausnir á skipulagðan máta   - tjá sig við kennara og samnemendur um verkefni og lausnir þeirra.

Efnisatriði

Talningafræði, hornafræði, gröf hornafalla og vigrareikningur.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Stærðfræði 3000. Talningafræði, hornaföll og vigrar. Stærðfræði 303. Höfundar: Lars-Eric Björk og Hans Brolin.
Kennsluumhverfið Moodle er notað í áfanganum og fær nemandi aðgang eftir að kennsla hefst. Þar er að finna allt ítarefni: reiknuð dæmi, verkefni, sýnidæmi og gömul próf.

Námsmat

Annareinkunn 40%, lokapróf 60%