Áfangi

STÆ 303

Markmið

Nemandi skal hafa öðlast almenna þekkingu á - talningafræði, (umröðunum, samantektum og margföldunarreglunni), hornafræði þríhyrninga, hornafallajöfnum og ójöfnum, einföldum gröfum hornafalla, vigur og vigurreikningi.   Nemandi skal hafa öðlast leikni í   - að vinna með umraðanir og samantektir innan talningafræðinnar og að geta metið hvenær röð skiptir máli.   - að leysa hornafallajöfnur og léttari ójöfur - vinna með vigra í tvívíðu rúmi og nota viðeigandi reikinreglur   Nemandi skal auk þess sýna hæfni í að - ákvarða hvaða aðferð skal beita á hin ýmsu viðfangsefni áfangans - setja fram lausnir á skipulagðan máta   - tjá sig við kennara og samnemendur um verkefni og lausnir þeirra.

Efnisatriði

Talningafræði, hornafræði, gröf hornafalla og vigrareikningur.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Stærðfræði 3A.Vigrar, hornaföll, þríhyrningar, hringir, ákveður, stikun. IÐNÚ 2018 (tilraunaútgáfa). Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir.
Aukaefni frá kennara.
Kennsluumhverfið Moodle er notað í áfanganum og fær nemandi aðgang eftir að kennsla hefst. Þar er að finna allt ítarefni.

Námsmat

Annareinkunn 40%, lokapróf 60%