Áfangi

STÆ 403

Markmið

Að nemandi hafi góðan skilning á raunföllum, þekki til vísis- og lografalla.
Að nemandi geri sér grein fyrir markgildum falla og kannist við samfelldnihugtakið, kunni skil á deildareikningi og kunni helstu reiknireglur um deildun.
Að nemandi geti notað deildareikning til að kanna föll.

Efnisatriði

Veldi, grunntalan e og vísisföll og lograr.
Föll, vaxtarhraði, afleiður margliðna, ræðra falla, margfeldis falla og vísisfalla.
Markgildi.  Afleiður og gröf falla. Afleiða hornafalla. Keðjureglan.

Námsfyrirkomulag

Farið verður í aðalatriði textans á töflu og sýnidæmi reiknuð og útskýrð eftir því sem þurfa þykir og tími vinnst til. Annars er lögð megináhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Því er þýðingarmikið að lesa vel texta og skoða eða reikna sýnidæmi. Æfingadæmi skulu nemendur leysa sjálfir eða með aðstoð kennara ef með þarf.
Á önninni verða nokkur skrifleg verkefni lögð fyrir sem ásamt mætingu gilda samtals 20% af lokaeinkunn. Að auki verða 4 heimapróf sem einnig gilda 20% af lokaeinkunn, Taki nemandi ekki  skyndipróf eða skili ekki verkefni á tilsettum tíma fær hann einkunnina 0 á því prófi. Vægi skriflegs lokaprófs er 60%

Kennslugögn

Stærðfræði 3B. Föll, markgildi og diffrun. 2. tilraunaútgáfa 2020. Höfundar: Gísli Bachman og Helga Björnsdóttir.
Aukaefni frá kennara
Kennsluumhverfið Moodle er notað í áfanganum og þar er allt ítarefni að finna.

Námsmat

Vægi lokaprófs er 60%.
Annareinkunn gildir 40%.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Staerdfraedi/stae403/stae403.htm