Áfangi

Runur, raðir og heildun

Markmið

Að nemandi hafi góðan skilning á heildareikningi, kunni ýmsar aðferðir til að leysa heildi og kunni helstu reglur um ákveðið heildi.
Að nemandi hafi nokkra hugmynd um deildajöfnur af fyrsta stigi.
Að nemandi kunni endanlegar og óendanlegar runur og raðir.

Efnisatriði

Stofnföll, óákveðið heildi og heildisprófið. Aðferðir við að reikna út heildi. Undirstöðusetning deilda- og heildareiknings og sönnun hennar. Yfir-, undir- og millisummur og ákveðið heildi. Hagnýting heildareiknings. Deildajöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.  Þrepasönnun.

Námsfyrirkomulag

Kennari setur glósur hvers tíma inn í Moodle (og annað efni ef það á við) og ber nemendum að leita sér upplýsinga þar ef þeir eru fjarverandi í kennslustund.

Kennslugögn

Stærðfræði 3000. Heildun, deildajöfnur, runur og raðir. Stærðfræði 503 útg. 2004 eða síðar. Höfundar : Lars-Eric Björk og Hans Brolin

Námsmat

Lokapróf 40%
Tímaverkefni og heimapróf (netpróf)50%

Kennaraeinkunn 10%