Áfangi

ENS 103

  • Áfangaheiti: ENSK1GR05
  • Undanfari: Fyrir nemendur með enskueinkunn C á grunnskólaprófi.

Markmið

Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði enskrar málfræði æfð. Áhersla er lögð á vandlegan lestur texta með það fyrir augum að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eiga að geta skrifað einfalda texta og hafa náð talsverðri færni í málfræðiatriðum, auk þess sem lesskilningur á að vera orðinn umtalsverður eftir áfangann. Einnig er ætlast til þess að nemendur geti tjáð sig um lesefni munnlega. Lögð er áhersla á rauntexta í áfanganum í kennslubók, auk þess sem nemendur fá mikla þjálfun í lestri skáldverka

Efnisatriði

Nemendur þurfa að vinna jafnt og þétt til þess að komast yfir efni áfangans, og þurfa því að skipuleggja nám sitt vel.

Kennslugögn

Innovations Upper Intermediate eftir Hugh Dellar og Darryl Hocking. Kaflar 1-5/6 (blá bók).
Macmillan English Grammar in Context Intermediate with key and CD-Rom
Lois Duncan: Killing Mr Griffin
Kjörbók. Veljið EINA af eftirfarandi bókum:
Aristotle and Dante Discover the Secrets of Universe- höf: Benjamin Alire Saenz
The Color of Magic - höf: Terry Pratchett
The Martian – höf: Andy Weir
You Should See Me in a Crown – höf: Leah Johnson
One of Us is Lying – höf: Karen M. McManus
The Underground Railroad- höf: Colson Whitehead
Nemendur þurfa að kaupa sérstaka bók til ritunar, annaðhvort litla stílabók eða dagbók. Auk þess verða nemendur að eiga möppu undir verkefni.

Námsmat

Það verða engin próf á önninni heldur stuðst við leiðsagnarmat, þ.e. öll vinna nemenda, skólasókn og æfingar eru metin. Nemendur eiga að skila áveðinni vinnu á viku hverri og sú vinna er grundvölluri lokaeinkunnar. Hver skólavika er því sem næst 7% af heildareinkunn.