Áfangi

EFN 203

  • Áfangaheiti: EFNA2GE05
  • Undanfari: EFNA2AM05

Efnisatriði

Farið verður í gaslögmálið, kjörgas, kelvin-kvarða og hlutþrýsting. Þá verður farið í varma í efnahvörfum, lögmál Hess og myndunarvarma ásamt eðlisvarma. Einnig verður skoðaður hraði efnahvarfa, hraðajöfnur, hraðafasti og hvarfgang. Þá verður farið í jafnvægi í efnahvörfum, jafnvægisfasta, relgu Le Chateliers, leysni salt og leysnimargfeldi.

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn kennara um einstaka efnisþætti, verkefnavinnu nemenda í tímum og heima sem og framkvæmd og úrvinnslu á verklegum æfingum.

Kennslugögn

Chemistry. Gefin út af OpenStax College. Ókeypis á netinu: https://openstax.org/details/chemistry

Námsmat

Til lokaeinkunnar verða metin skilaverkefni, hlutapróf, skýrslur úr verklegum æfingum og lokapróf.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/Index.htm