Áfangi

EFN 203

  • Áfangaheiti: EFNA2GE05
  • Undanfari: EFNA2AM05

Efnisatriði

Farið verður í gaslögmálið, kjörgas, kelvin-kvarða og hlutþrýsting. Þá verður farið í varma í efnahvörfum, lögmál Hess og myndunarvarma ásamt eðlisvarma. Einnig verður skoðaður hraði efnahvarfa, hraðajöfnur, hraðafasti og hvarfgang. Þá verður farið í jafnvægi í efnahvörfum, jafnvægisfasta, relgu Le Chateliers, leysni salt og leysnimargfeldi.

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn kennara um einstaka efnisþætti, verkefnavinnu nemenda í tímum og heima sem og framkvæmd og úrvinnslu á verklegum æfingum.

Kennslugögn

Chemistry 2e frá Openstax College. Rafbók. https://openstax.org/details/books/chemistry-atoms-first-2e
Almenn efnafræði II (efnahvörf) eftir Hafþór Guðjónsson fyrir þá sem vilja lesa námsefnið á íslensku.
Ekki þarf að kaupa þessar bækur fyrir áfangann – sjá nánar á Moodle.

Námsmat

Til lokaeinkunnar verða metin skilaverkefni, hlutapróf, skýrslur úr verklegum æfingum og lokapróf.