Áfangi

Sýrur og basar

  • Áfangaheiti: EFNA3RS05
  • Undanfari: EFNA2GE05

Markmið

Farið verður í oxunar-/afoxunarhvörf, hálfhvörf, rafeindaflutning og oxunartölur, oxara, afoxara. Einnig rafefnafræði, galvaníhlöður og rafgreiningarhlöður, staðalspennu, íspennu og fríorkubreytingu. Þá verður ryðmyndun skoðuð ásamt ryðvörnum. Einnig sýrur og basar, rammar og daufar sýrur, sýrufasti, sýru-/basahvörf, pH og títrun. Farið verður í lotukerfið og lotubundna eiginleika, málma, málmleysingja.

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn kennara um einstaka efnisþætti, verkefnavinnu nemenda í tímum og heima sem og framkvæmd og úrvinnslu á verklegum æfingum.

Kennslugögn

Chemistry. Gefin út af OpenStax College. Ókeypis á netinu: https://openstax.org/details/chemistry

Námsmat

Til lokaeinkunnar verða metin skilaverkefni, hlutapróf, skýrslur úr verklegum æfingum og lokapróf.