Áfangi

UMH 103

Markmið

Að nemandi:
- Fái þverfaglega sýn á helstu mál sem varða umhverfismál sem eru í brennidepli á hverjum tíma
- Kynnist helstu yfirlýsingum og sáttmálum sem Íslendingar hafa undirritað er varða umhverfismál
- Geri sér grein fyrir hvað felst í vistvænum lifnaðarháttum og ábyrð einstaklingsins gagnvart umhverfinu
- Kynnist helstu ógnum sem steðja að umhverfinu í lofti, á legi og á landi
- Upplifi fjölbreytileika náttúrunnar á eigin skinni með ferðalagi í Snæfellsjökulsþjóðgarð að hausti og að Sólheimum í Grímsnesi að vori.

Efnisatriði

- Sjálfbær þróun
- - Ábyrgð einstaklingsins.  Vistvænir lifnaðarhættir? Grænfáninn.
- Grænt bókhald - grænir skattar - umhverfissaga
- Norður-suður /Vesturlönd og fátæk ríki
- Lífræn ræktun - réttlát viðskipti (Fair trade) - umhverfismerki
- Dýra- og náttúrusiðfræði
- Mengun jarðvegs, sjávar og loftmengun s.s. gróðurhúsaáhrif
- Líffræðileg fjölbreytni.  Gróðureyðing - uppblástur
- Þjóðgarðar og verndarsvæði.
 

Námsfyrirkomulag

Áfanginn byggir á verkefnavinnu nemenda í tímum og utan kennslustunda. Ekkert lokapróf er í þessum áfanga.
Nemendur fara í vettvangsferðir s.s. í Sólheima í Grímsnesi og Sorpu. Að hausti er Þjóðgarðurinn á Snæfellsnesi heimsóttur og gist eina nótt.

Námsmat

Áfanganum er skipt í 3 lotur og er prófað úr hverri lotu fyrir sig.  Ekkert lokapróf. Þrír kennarar kenna áfangann, - hver sína lotu.