Áfangi

VAP 014

  • Áfangaheiti: VAPÓ3LT24
  • Undanfari: ALME1LH05, AFTÆ2LS07, LAUS2LR05, LYLÖ1LR05, TUPP2AT05

Markmið

Að nemandi:
• temji sér sjálfstæð vinnubrögð og geti forgangsraðað verkefnum
• sýni hæfni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk
• geti aflað sér upplýsinga, unnið úr þeim og flokkað þær
• þjálfist í öllum almennum afgreiðslustörfum
• geti útskýrt fyrir viðskiptavinum muninn á helstu lausasölulyfjum
• þjálfist í afgreiðslu og ráðgjöf á hjúkrunar-og sjúkragögnum
• þjálfist í notkun á tölvukerfi apóteksins, þ.e. að verðleggja lyfseðla, setja inn skírteini, leiðrétta lyfseðla og annað það er þurfa þykir varðandi tölvuvinnu á lyfseðli
• geti fyllt út eyðublöð til Tryggingastofnunar ríkisins (hjálpartæki, strimlar, nálar o.fl.)
• kunni að fara yfir lotunúmer og fyrningar og raða í hillur eftir fyrningum
• þekki meðferð eftirritunarskyldra lyfja og -lyfseðla
• geti lesið úr upplýsingum á verðmiða og glasamiða
• þjálfist í blöndun sýklalyfjamixtúra o.fl. lyfja
• kynnist pöntunarferli lyfja
• þekki ferli lyfseðils til Tryggingastofnunar ríkisins – hvað gerist ef lyfeðlar eru felldir, hvað þarf að gera til að fá lyfseðlana greidda, svo og annað er lítur að rafrænum sendingum á lyfseðlum á milli apóteks og TR
• kunni að fylla á sjúkrakassa og lyfjakistur skipa þar sem við á
• geri sér grein fyrir mikilvægi þagnaskyldu
• vinni að þverfaglegum verkefnum á námstímanum
• geti í lok tímabilsins notað orðið lyfjatæknir með sóma o.fl.

Efnisatriði

Afgreiðsla lausasölulyfja og hjúkrunarvara, móttaka lyfja, verðlagning lyfja, yfirlestur lyfseðla, afgreiðsla lyfseðla, símalyfseðlar, eftirritunarskyldir lyfseðlar, verð- og glasamiðar, lotunúmer, fyrningar, geymsla lyfja, tölvukerfi, útfylling eyðublaða til TR, móttaka lyfja, rafrænar sendingar, gæðahandbók, sjúkrakassar, lyfjakistur skipa, pantanir, uppgjör, öryggismál, ferilbók, verkefni.

Námsfyrirkomulag

Fjórtán vikna (36 tímar á viku) starfsnám í apóteki í umsjón kennara viðkomandi skóla og leiðbeinanda í apóteki sem er lyfjatæknir eða lyfjafræðingur. Á meðan á starfsnámi stendur, gerir neminn þverfagleg verkefni sem tengjast bæði starfsnáminu og sérnáminu. Þessum verkefnum er skilað til kennara lyfjatæknabrautar.

Kennslugögn

Námsgögn afhent af kennara

Námsmat

Kennari fer yfir ferilbók og verkefni nemenda og leiðbeinandi í apótekinu gefur umsögn um nemandann að starfsnámi loknu.