Áfangi

SÝK 103

Markmið

Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og eiginleika sýkla.  Fjallað er um smitleiðir og helstu flokka smitsjúkdóma.  Farið er í grundvallaratriði í vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um áhrif ónæmisbælingar.  Fjallað er um smitgát og smitvarnir.  Sýnikennsla er á helstu aðferðum við ræktun sýkla og farið í mikilvægi handþvottar.

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að
geta gert grein fyrir helstu þáttum í sögu og þróun sýklafræðinnar
þekkja mismunandi tegundir sýkla og eiginleika þeirra
þekkja mismunandi aðferðir við ræktun sýkla
þekkja helstu smitleiðir og skilji eðli þeirra
þekkja helstu flokka smitsjúkdóma
þekkja grundvallaratriði í ónæmiskerfi mannslíkamans
geta greint frá helstu áhrifum ónæmisbælingar
þekkja mismunandi tegundir bóluefna og verkun þeirra
geta útskýrt mikilvægi handþvottar og framkvæmt hann á réttan hátt
þekkja aðferðir dauð- og sótthreinsunar
þekkja almennar reglur og vinnubrögð um smitgát
geta greint frá helstu flokkum sýklalyfja og verkun þeirra.

Efnisatriði

Saga sýklafræðinnar, bakteríur, veirur, sveppir, aðlögunarhæfni, smithæfni, þol, ræktunaraðferðir, Gram litun, smitleiðir, sýkingar, ónæmiskerfi, ónæmi, ónæmisbæling, bóluefni, bólusetning, smitgát, sótthreinsun, dauðhreinsun, sýklalyf.
Námsmat Skriflegt próf

Kennslugögn

Glærur og önnur gögn frá kennara.
Til stuðnings eru valdir kaflar úr bókinni Microbiology frá OpenStax sem hægt er að nálgast ókeypis hér: https://openstax.org/details/books/microbiology