Áfangi

HAG 103

  • Áfangaheiti: HAGF2AR05
  • Undanfari: STÆR1GR05 eða stærðfræðieinkunn A eða B á grunnskólaprófi.

Markmið

Nemandi - þekki grundvallarhugtök hagfræðinnar skort, val og fórn - geti útskýrt framboð, eftirspurn og jafnvægi á markaði - þekki helstu framleiðsluþætti - skilgreini efnahagsheildir og helstu strauma efnahagslífsins - geri greinarmun á frumvinnslu, úrvinnslu og þjónustu og flokki helstu atvinnugreinar - skilgreini starfsgrundvöll fyrirtækis - fjalli um helstu þætti í umhverfi fyrirtækja og greini á milli þátta sem þau hafa áhrif á - þeirra sem þau hafa lítil eða engin áhrif á - þekki þá þætti sem ráða staðarvali fyrirtækja - kunni vinnuaðferðir við stefnumótun og markmiðssetningu - skýri áhrif hagsmunaaðila á markmiðssetningu fyrirtækja og fjalli um samvinnu og togstreitu á milli þeirra - skilgreini rekstrarform fyrirtækja - þekki helstu skipurit, dreifingu valds og ábyrgðar - fjalli um helstu stjórnunarstíla - skilji hvernig verðmæti myndast innan fyrirtækja og hvernig þeim er ráðstafað - fjalli um framleiðslukerfi, skipulag tækja og mannafla, teikningu framleiðsluferla og samræmingu á afkastagetu - skilji hugtökin tekjur, kostnaður og afkoma - þekki helstu kostnaðarhugtök - þekki aðferðir við útreikning framlegðar og rekstrarjafnvægis. - þekki muninn á beinum og óbeinum kostnaði og geti reiknað út eigið verð afurðar (sjálfskostnað) - þekki helstu hugtök markaðsfræðinnar - fjalli um bókhald og mikilvægi þess í rekstri fyrirtækja - geti gert fjárhagsáætlun og skilji hagnýt not hennar fyrir stjórnendur fyrirtækja - þekki grunnhugsun frávikagreiningar við áætlanagerð

Efnisatriði

Grunnhugtök hagfræðinnar, efnahagsheildir, flokkun fyrirtækja, starfsgrundvöllur, rekstrarform fyrirtækja, stefnumótun, stjórnun, framleiðsla, bókhald, áætlanagerð, markaðsfræði, tekju- og kostnaðargreining, framboð og eftirspurn, skipurit, stjórnunarstílar, umhverfi fyrirtækja, beinn og óbeinn kostnaður, eigið verð afurðar (sjálfskostnaður), breytilegur kostnaður og fastur kostnaður, framlegð, afkoma, frávikagreining, rekstrarjafnvægi.

Kennslugögn

Rekstrarhagfræði fyrir framhaldsskóla eftir Helga Gunnarsson. Útg. 2008. 
Verkefnahefti fæst hjá kennara

Námsmat

Námsmat felst annars vegar í skriflegu prófi sem byggir á markmiðum áfangans og hins vegar símati sem getur falist í hóp- eða einstaklingsverkefnum, meðal annars greiningu á fyrirtæki samkvæmt nánari fyrirmælum kennara.