Áfangi

HAG 203

  • Áfangaheiti: HAGF3FR05
  • Undanfari: HAGF2AR05

Markmið

Nemandi - geti notað línurit til að skýra samband tveggja framleiðsluþátta, svo sem véla og manna, samband verðs og magns, samband framleiðslumagns, kostnaðar og tekna við framleiðslu á vörum - þekki helstu strauma hagkerfisins og geri sér grein fyrir stöðu fyrirtækja í nútíma markaðshagkerfi - skilji mikilvægi framboðs og eftirspurnar til að viðhalda jafnvægi í framleiðslu og neyslu - geri sér grein fyrir áhrifum hagsveiflna á rekstur fyrirtækja - þekki framleiðsluþættina og geti greint framleiðslufallið bæði stærðfræðilega og með líkani - geti notað línurit til að útskýra þenslubraut fyrirtækis - geti reiknað dæmi og útskýrt jafnmagns- og jafngjaldalínur - geti greint og reiknað fastan og breytilegan kostnað, tekjur, framlegð og rekstrarjafnvægi - geti notað framlegðaraðferðir til þess að velja hagkvæmustu framleiðslusamsetningu - geti notað línurit til þess að skýra ákvarðanir neytenda um hámörkun nota - þekki til kenninga um hámörkun velferðar út frá sjónarhorni fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild - geti greint á milli einokunar, fákeppni, verðleiðsagnar, einkasölusamkeppni og fullkominnar samkeppni á markaði - geti reiknað hagkvæmasta magn og eftir atvikum verð við mismunandi samkeppnisform - geti notað línurit til þess að tjá sig um stöðu á markaði - geti notað upplýsingatækni við útreikninga og aðra vinnslu

Efnisatriði

Línurit, efnahagshringrás, staða fyrirtækja í nútímahagkerfi, kostnaðar- og tekjuhugtök, framlegðarútreikningar, hagkvæmasta framleiðslusamsetning, ábati neytenda, framleiðenda og samfélagsins; framboð, framleiðslufall, jafnmagns- og jafngjaldalínur, þenslubraut, lögmálið um minnkandi afrakstur, meðalframleiðsla, jaðarframleiðsla, eftirspurn, tekjufall, notagildi, teygni, tekju- og staðkvæmdaráhrif, samkeppnisaðstæður á markaði, einokun, fákeppni, verðleiðsögn, einkasölusamkeppni, fullkomin samkeppni, hámörkun hagnaðar, hagkvæmasta val fyrirtækis (magn, verð) og rekstrarjafnvægi.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Við námsmat getur hentað að beita skriflegu prófi til að kanna skilning nemenda á námsefninu í samræmi við markmið áfangans, enn fremur einstaklingsbundnum verkefnum og hópverkefnum þar sem reynir á getu nemenda til að nota upplýsingatækni við lausn rekstrarhagfræðilegra úrlausnarefna.