Áfangi

VIÐ 113

Markmið

Nemandi - þekki tilgang og hugmyndafræði markaðsfræðinnar - geri sér grein fyrir þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag - þekki helstu hugtök og hugmyndir varðandi vöru og vöruþróun - þekki söluráðana; vara, verð, kynning og dreifing - geri sér grein fyrir hvernig auka megi áhrif markaðssetningar með ?réttu? samvali söluráða - geri sér grein fyrir mikilvægum þáttum í umhverfi fyrirtækja - þekki til helstu samkeppnisforma og mikilvægustu atriða samkeppnisgreiningar - geri sér grein fyrir mikilvægi þarfagreiningar og markaðshlutunar - þekki helstu hugmyndir um kaupvenjur á neytendamarkaði og fyrirtækjamarkaði - geri sér grein fyrir mikilvægi markaðsrannsókna - þekki til aðferða sem beitt er við markaðsathuganir og hafi unnið verkefni á því sviði - geri sér grein fyrir mikilvægi markaðsáætlana og þekki til mismunandi greiningartækja og vinnubragða við áætlanagerð - þekki til siðfræðilegra álitamála sem varða markaðssetningu - þekki til hugsanlegra neikvæðra afleiðinga sem markaðssetning getur haft fyrir einstaklinga og samfélag

Efnisatriði

Markaðir, afstaða fyrirtækja til markaðarins, söluráðar; vara, verð, kynning og dreifing, umhverfi fyrirtækja, samkeppnisform, samkeppnisgreining, markaðshlutun, kaupvenjur, vöruþróun, líftími vöru, markaðssetning, markaðsrannsóknir, ímynd, markaðsáætlanir.

Kennslugögn

Sigur í samkeppni eftir Boga Þór Siguroddsson. Útg. 2000.

Námsmat

Við námsmat getur hentað að beita skriflegum prófum ásamt einstaklings- og hópverkefnum til að kanna skilning nemenda á námsefninu í samræmi við markmið áfangans. Lagt er til að vægi verkefna verði umtalsvert.