Áfangi

VIÐ 133

Markmið

Nemandi - skilji tækni og aðferðir til að koma auga á viðskiptatækifæri - skilji einfaldan rekstrarreikning - skilji einaldan efnahagsreikning - skilji einfalda arðsemisútreikninga - geti þróað hugmynd að vöru/þjónustu eða uppfinningu - geti valið milli mismunandi viðskiptahugmynda - geti gert markaðsáætlun - þekki til helstu þátta er varða starfsmannamál - geti gert auglýsinga- og kynningaráætlun - geti gert einfalda viðskiptaáætlun - þekki og skilji ferli við að stofna og reka lítið fyrirtæki - þekki til helstu rekstrarforma fyrirtækja - hafi kynnst atvinnulífi og hafi færni til að uppgötva viðskiptatækifæri - kunni vinnuaðferðir við stefnumótun og markmiðssetningu - hafi öðlast skýra framtíðarsýn og jákvætt lífsviðhorf - hafi öðlast færni í að undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni - hafi öðlast færni í hópastarfi sem meðal annars felur í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku.

Efnisatriði

Frumkvöðull, fjármál frumkvöðuls, arðsemisútreikningar, nýsköpun og vöruþróun, viðskiptatækifæri, viðskiptahugmynd, viðskiptaáætlun, markaðsmál, markaðskönnun, verðlagning, samningatækni, rekstrarform fyrirtækja, rekstur og stofnun fyrirtækja, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur, greiðsluáætlun, lestur viðskiptablaða, stefnumótun og áætlanagerð, hópvinna, starfsmannamál.

Námsmat

Lagt er til að áhersla sé lögð á að meta samstarfshæfni nemenda og afrakstur hópastarfs. Einnig er hægt að beita skriflegum prófum til að kanna skilning nemenda á námsefninu í samræmi við markmið áfangans. Lagt er til að vægi verkefna verði umtalsvert.