Áfangi

Tölvubókhald

  • Áfangaheiti: BÓKF2TB05
  • Undanfari: BÓKF1IB05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Nemandi - geti sett upp og skipulagt bókhaldslykla - skilji tengsl fjárhagsbókhalds við önnur kerfi svo sem birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald - geti skráð, bókað og bakfært fylgiskjöl í mismunandi kerfum - geti stofnað og eytt; vörunúmerum, birgjum og viðskiptamönnum - geti útbúið launaseðla og skilaskýrslur - geti gert upp fyrir tiltekið reikningstímabil - geti nýtt upplýsingakerfi til markvissrar upplýsingaöflunar og skýrslugerðar - geti túlkað upplýsingar - þekki flokkun, merkingu og varðveislu fylgiskjala

Efnisatriði

Fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, birgðabókhald, launabókhald, sölubókhald og tengsl þessara kerfa, bókhaldslykill, skráning, bókun, bakfærsla, meðferð fylgiskjala; stofna og eyða vörunúmerum, birgjum og viðskiptamönnum, öflun og greining upplýsinga, skýrslugerð, launaseðlar, virðisaukaskattsuppgjör, hagnaður/tap, uppgjörsfærslur, afstemmingar, leiðréttingafærslur.

Kennslugögn

Tölvubókhald - Grunnur.
Bókin er seld á skrifstofu skólans.

Námsmat

Lagt er til að námsmatið felist annars vegar í verklegum prófum sem byggja á markmiðum áfangans. Hins vegar á verkefnavinnu, ástundun nemenda og færni þeirra í sjálfstæðum og vönduðum vinnubrögðum.