Áfangi

ENS 803

  • Áfangaheiti: ENSK3KV05
  • Undanfari: ENSK3SA05 (8 og yfir í einkunn), annars ENSK3RO05 eða ENSK3BM05

Markmið

Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í gagnrýnum lestri á myndmál kvikmyndanna. Nemendur eiga að þekkja helstu hugtök kvikmyndafræðinnar og geta beitt þeim á kvikmyndir. Nemendur eiga að geta tjáð sig á markvissan hátt bæði í ræðu og riti um kvikmyndir af talsverðri þekkingu og dýpt.

Námsfyrirkomulag

Farið verður jafnt og þétt í aðalkennslubók áfangans, auk þess sem greinar frá kennara eru lesnar. Ein kvikmynd verður skoðuð vikulega og greind. Fimm þemapróf eru yfir önnina og eins þurfa nemendur að halda einn fyrirlestur, auk þess að skrifa stóra ritgerð.

Kennslugögn

Í þessum áfanga er farið í sögu kvikmyndanna og lögð áhersla á gagnrýna skoðun á myndmáli og staðalímyndum í kvikmyndum. Meðal þess sem tekið er fyrir eru staðalímyndir kynþátta, birtingarmyndir stéttaskiptingar, kynhneigð, staða kynjanna og aðrir félagslegir þættir.

Námsmat

5 þemapróf 10% hvert
Fyrirlestur 20%
Lokaritgerð 30%