Áfangi

Aðferðafræði

  • Áfangaheiti: FÉLA3AÐ05
  • Undanfari: FÉLA3ST05 eða FÉLA3ÞR05 (það má taka áfangann samtímis öðrum þessara áfanga)

Markmið

Meginmarkmið áfangans er að auka skilning á rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar svo nemendur verði færir um að taka gagnrýna afstöðu til rannsókna í félagsvísindum. Nemendur fá þjálfun í að beita rannsóknaraðferðum félagsfræðinnar. Nemendur kynnast því hvernig tölfræðiforrit eru notuð til að vinna úr könnunum. Fyrir utan hefðbundin kennslugögn er ætlast til að nemendur geti nýtt sér Netið við upplýsingaöflun.

Efnisatriði

Helstu kenningar félagsfræðinnar eru rifjaðar upp. Fjallað verður um eðli og tilgang vísinda og helstu rannsóknaraðferðir félagsvísinda. Bornar verða saman megindlegar og eigindlegar rannsóknir, tengsl þeirra við kenningar skoðuð og hvernig ólíkar aðferðir tengjast mismunandi sjónarmiðum um eðli þekkingar innan félagsfræðinnar. Rætt verður um aðferðafræðileg og siðferðileg vandamál tengd rannsóknum og sú umræða tengd gagnrýninni umfjöllun um niðurstöður rannsókna. Rannsóknarferlinu er lýst og fjallað um úrvinnslu, greiningu og kynningu gagna. Nemendur gera megindlega og eigindlega rannsókn.

Kennslugögn

Björn Bergsson (2013): Hvernig veit ég að ég veit? Félagsfræðikenningar og rannsóknaraðferðir. Iðnú

Námsmat

Rannsóknir nemanda 45%
Ýmis verkefni 15%
Lokapróf 40%